Jesúbarnið fær GPS í jólagjöf

GPS tæki.
GPS tæki. mbl.is/RAX

Stytta af Jesúbarninu í Bal Harbour á Flórída í Bandaríkjunum hefur fengið GPS staðsetningartæki í jólagjöf.

Ákveðið var að koma slíku tæki fyrir á styttunni eftir að annarri eins styttu var stolið þótt hún væri fest á stall með skúfboltum. Um er að ræða hluta af myndverki, sem á að tákna fæðingu Krists og verður GPS tæki einnig komið fyrir á styttum af Jósef og Maríu.

„Ég býst ekki við að þetta muni gerast aftur," sagði  Dina Cellini, sem hefur umsjón með myndinni. „En við kunnum að þurfa að treysta á tæknina til að frelsa frelsara okkar."

Þess má geta, að Rannsóknasetur verslunarinnar valdi GPS staðsetningartæki nýlega jólagjöfina í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar