Jólaólæti

Jólasveinar eru allstaðar, líka á baðströndunum.
Jólasveinar eru allstaðar, líka á baðströndunum. AP

Hópur jólasveina, sem virðast eitthvað skyldir gömlu íslensku jólasveinunum, gekk berserksgang í kvikmyndahúsi í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi í gær.

Lögregla segir að 50 menn í jólasveinabúningum hafi vaðið um kvikmyndahúsið, bölvandi og ragnandi, hrætt bíógesti og skemmt hluti. Það tók hópinn aðeins 20 sekúndur að setja allt á annan endann. Grunur leikur á að um hafi verið að ræða háskólastúdenta.

Myndir náðust af jólasveinunum á öryggismyndavélar en lögreglan segir vonlaust að bera á þá kennsl.

Til að bæta gráu ofan á svart brutu jólasveinarnir brunaboða áður en þeir hurfu á brott og þurfti því að rýma alla sýningarsalina þar sem um 400 manns voru að horfa á kvikmyndir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir