Sendi jólakort frá himnum

Maður nokkur í Oregon, sem þótti talsvert spaugsamur, kom fjölskyldu sinni og vinum verulega á óvart um jólin þegar þau fengu frá honum jólakort en maðurinn lést fyrir tveimur mánuðum.

Maðurinn, sem hét Chet Fitch, lést í október 88 ára að aldri. Nokkrum vikum síðar fóru að berast frá honum jólakort, alls 34, með rithönd Fitch og heimilisfang sendanda var sagt: Himnaríki.

„Ég bað aðalmanninn um að fá að laumast til baka og senda nokkur jólakort. Hann neitaði í fyrstu en þegar ég gaf mig ekki sagði hann loks: Jæja, farðu þá en ekki slóra. Vildi að ég gæti sagt frá því hvernig allt er hér en get ekki útskýrt frekar.

Nú þarf ég að flýta mér aftur en því aðalmaðurinn sagðist hafa þurft að sveigja nokkrar reglur til að hleypa mér inn í fyrsta skiptið. Ég mun væntanlega hitta ykkur aftur (fyrr en þið haldið). Gleðileg jól. Chet Fitch."

Í ljós kom, að Fitch hafði gert samning við hárskerann sinn fyrir tveimur áratugum um að senda jólakortin eftir lát hans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu þér far um að vera jafn praktískur og þú ert tilfinninganæmur. Reyndu að sýna fyrirmennum eða yfirboðurum almennt kurteisi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir