Íslendingar í álfabúningum?

Reykjavík á gamlárskvöld.
Reykjavík á gamlárskvöld. mbl.is/Kristinn

Á vefsíðu tíma­rits­ins Yes Weekly í Norður-Karólínu í Banda­ríkj­un­um eru nú tald­ir upp þeir 10 staðir þar sem best er að eyða ára­mót­un­um. Reykja­vík er þar á meðal ásamt Times Square í New York, Rio de Janiero í Bras­il­íu, Amster­dam í Hollandi og fleiri heimsþekkt­um borg­um.

Þegar les­in er lýs­ing­in á því hvernig Íslend­ing­ar halda upp á gaml­árs­kvöld læðist þó að ís­lensk­um les­anda sá grun­ur, að rit­stjór­ar Yes Weekly styðjist ekki við traust­ustu heim­ild­ir. Lýs­ing­in er eft­ir­far­andi:

„Það verður kalt á Íslandi á gaml­árs­kvöld. Held ég. Er Ísland kaldi staður­inn? Það hlýt­ur að vera. Þeir kalla það Gaml­ar­skrold og heima­menn fagna því með því að bjóða ferðamönn­um inn á heim­ili sín, gefa þeim heitt að drekka, kveikja varðelda og  ærsl­ast um í álfa­bún­ing­um. Al­veg eins og í Hringa­drótt­ins­sögu. Í kaup­bæti, ef him­in­inn er heiður, er hægt að sjá norður­ljós þegar klukk­an slær 12."

Tíu bestu staðirn­ir á gaml­árs­kvöld

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Brynjaðu þig fyrir andstöðu annarra og haltu þig við fyrri áætlanir. Vertu ekki að vorkenna sjálfum þér, þetta venst. Láttu aðra um að leysa sín mál og sinnt þú þínum eigin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Brynjaðu þig fyrir andstöðu annarra og haltu þig við fyrri áætlanir. Vertu ekki að vorkenna sjálfum þér, þetta venst. Láttu aðra um að leysa sín mál og sinnt þú þínum eigin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir