Íslendingar í álfabúningum?

Reykjavík á gamlárskvöld.
Reykjavík á gamlárskvöld. mbl.is/Kristinn

Á vefsíðu tímaritsins Yes Weekly í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eru nú taldir upp þeir 10 staðir þar sem best er að eyða áramótunum. Reykjavík er þar á meðal ásamt Times Square í New York, Rio de Janiero í Brasilíu, Amsterdam í Hollandi og fleiri heimsþekktum borgum.

Þegar lesin er lýsingin á því hvernig Íslendingar halda upp á gamlárskvöld læðist þó að íslenskum lesanda sá grunur, að ritstjórar Yes Weekly styðjist ekki við traustustu heimildir. Lýsingin er eftirfarandi:

„Það verður kalt á Íslandi á gamlárskvöld. Held ég. Er Ísland kaldi staðurinn? Það hlýtur að vera. Þeir kalla það Gamlarskrold og heimamenn fagna því með því að bjóða ferðamönnum inn á heimili sín, gefa þeim heitt að drekka, kveikja varðelda og  ærslast um í álfabúningum. Alveg eins og í Hringadróttinssögu. Í kaupbæti, ef himininn er heiður, er hægt að sjá norðurljós þegar klukkan slær 12."

Tíu bestu staðirnir á gamlárskvöld

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir