Jólaveinninn er til í Rússlandi

Rússnesk stjórnvöld koma börnum til bjargar þar í landi og …
Rússnesk stjórnvöld koma börnum til bjargar þar í landi og segja að jólasveinninn sé víst til. ILYA NAYMUSHIN

Stjórnvöld í Rússlandi, hafa komið börnum þar í landi til bjargar með því að banna sjónvarpsauglýsingu, sem fullyrðir að jólasveinninn sé ekki til. 

Sagt er frá því í rússnesku dagblaði að stjórnvöld hafi úrskurðað að auglýsingin, sem gerð er af Eto, keðju raftækjaverslana, brjóti lög með því að lýsa vantrausti á foreldra. 

Í auglýsingunni segir hispurslaust að jólasveinninn sé ekki til, og er þar átt við rússnesku útgáfuna af gjafmilda rauðklædda manninum. 

„Gefið er í skyn í auglýsingunni að foreldrar séu ekki að segja börnum sínum sannleikann þegar þeir segja að jólasveinninn sé til.  Á þann hátt veldur auglýsingin neikvæðum samskiptum milli barna og foreldra þeirra,” sagði talsmaður stjórnvalda.

 Auglýsingalög í Rússlandi banna efni í auglýsingum sem lýsir „vantrausti á foreldra, kennara, og sem grefur undan trausti barna til þeirra.” 

Raftækjaverslunin Eto varði auglýsinguna og sagði hana vera ætlaða fyrir fólk um miðjan aldur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir