Þrjár konur féllu í yfirlið á útsölu Next

Það getur verið mikið mál að komast á útsölur.
Það getur verið mikið mál að komast á útsölur. AP

Þrjár konur féllu í yfirlið á útsölum tískuverslunarinnar Next í Birmingham á Englandi.  Gerðist þetta í mismunandi útibúum Next en boðið var upp á 50% afslátt og opnuðu sumar Next verslanirnar klukkan 5 að morgni. 

Sagt er frá því á fréttavef BBC að ein kvennanna missti af opnun útsölunnar þar sem hún féll í yfirlið á meðan hún beið í biðröð og var flutt á sjúkrahús.  

Önnur kona féll einnig í yfirlið í annarri Next verslun og var flutt á sjúkrahús.

Grunur lék á að konurnar hefðu ofkælst er þær biðu úti í biðröð þar til útsölur opnuðu.   

Þriðja konan sem er afgreiðslustúlka hjá Next féll í yfirlið og átti við öndunarörðugleika að stríða, og var kallað á aðstoð fyrir hana.

 Talsmaður sjúkraliðs í Birmingham, ráðlagði þeim sem ætla að bíða í biðröð eftir útsölu að klæða sig vel og hafa með sér mat og drykk, til þess að koma í veg fyrir ofþornun eða hungur.  
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir