Maður festist í skorsteini

Erfitt er að komast alla leið í gegnum skorsteina, en …
Erfitt er að komast alla leið í gegnum skorsteina, en maður festist í einum slíkum í Ástralíu um jólin. Andrés Skúlason

Ástralskir slökkviliðsmenn björguðu manni sem festist í skorsteini í meira en tíu tíma um jólin.

Lögreglan telur að maðurinn hafi ætlað að brjótast inn á Hótel í Alice Springs um miðnætti þegar hann festist.

Starfsfólk hótelsins fann manninn, sem er 21 árs, þegar það heyrði hann kveina morguninn eftir.

Slökkviliðsmenn og sjúkralið eyddu einum og hálfum klukkutíma í að frelsa manninn úr skorsteininum, en þurftu að lokum að fjarlægja arinn úr múrsteinum með múrsög og höggborvél,til þess að geta dregið manninn út.

Að sögn slökkviliðsfulltrúans Mark James hafði maðurinn verið fastur í um tíu tíma með hnén föst upp við bringuna. 

„Hann var eins og lirfa í lirfuhýði þegar við fundum hann. Hann var verulega kraminn.”  „Hann sagði ekki mikið þegar við náðum honum út.  Hann var aumur og leit út fyrir að skammast sín mikið,” sagði James.

Farið var með manninn á sjúkrahús í Alice Springs þar sem hann var með minniháttar meiðsl á fótleggjum og í baki, en hann verður svo yfirheyrður af lögreglu.    
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan