Völvan spáir stjórnarslitum

Völvan spáir stjórnarslitum á næsta ári.
Völvan spáir stjórnarslitum á næsta ári. mbl.is/Júlíus

Vikan birtir nú um áramótin völvuspá að vanda og segist völvan m.a. sjá deilur innan ríkisstjórnarinnar og allar líkur séu á að upp úr samstarfi stjórnarflokkanna slitni. Líklega taki sambræðingur vinstri aflanna við. Þá segir völvan að sér kæmi ekki á óvart að meirihlutinn í Reykjavíkurborg springi á árinu.

Þá spáir völvan hruni á peningamarkaði,  basli á verðbréfamarkaði og að stóru fjármálafyrirtækin tapi miklu. Segist völvan ekki sjá mikla vaxtalækkun á árinu. Þá muni krónan valda talsverðum vandræðum.

Völvan segist sjá eldgos og náttúruhamfarir á fyrri hluta ársins. Þá segist hún sjá sviptingar í kringum Ríkisútvarpið en þó einkum Stöð 2 og 365 miðla. Segir hún að Morgunblaðið muni halda sjó á árinu.

Völvan spáir einnig fyrir um alþjóðamál og segist telja að Barack Obama verði næsti forseti Bandaríkjanna. Hún segir að tvö stór hryðjuverk verði framin á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Ekki fara út af vegi dyggðarinnar í lífsstílnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka