Falsaði fráfall föður í ritgerðarsamkeppni

Miley Cyrus leikur Hannah Montana í vinsælum sjónvarpsþáttum.
Miley Cyrus leikur Hannah Montana í vinsælum sjónvarpsþáttum.

„Pabbi dó á árinu í Írak." Svona hófst ritgerð 6 ára gamallar stúlku, sem barst í ritgerðarsamkeppni í Texas og dómararnir voru á einu máli um að ætti skilið sigurinn. Síðan hefur komið í ljós að móðir stúlkunnar lét hana skrökva þessu til að eiga meiri möguleika á sigri.

Barnafataverslunarkeðjan Club Libby Lu í Chicago gaf verðlaun í ritgerðarsamkeppnina og aðalverðlaunin voru fjórir miðar á tónleika Disney-sjónvarpspersónunnar Hannah Montana í Albany í New York, flugmiðar frá Texas til New York og ljós Hannah Montana hárkolla að auki.

Priscilla Ceballos, móðir litlu stúlkunnar, hafði sagt skipuleggjendum ritgerðarsamkeppninnar, að faðir stúlkunnar, Jonathon Menjivar að nafni, hefði fallið í Írak 17. apríl þegar sprengja sprakk þar í vegarkanti. Þegar farið var að athuga málið kom í ljós að enginn hermaður með því nafni hefði verið í Írak.

„Við bjuggum til ritgerðina og það sem þurfti til að vinna," sagði Caballos í viðtali við sjónvarpsstöð í Dallas.

Mary Drolet, forstjóri Club Libby Lu, segir að fyrirtækið sé að skoða málið og hugsanlega verði  verðlaunin tekin af stúlkunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar