Slæmar minningar tættar í sundur

Þessi New York búi tók til í minningarhirslunum hjá sér …
Þessi New York búi tók til í minningarhirslunum hjá sér í gær. AP

Gæfan var ekki með öllum New York búum á árinu sem er að líða. Nokkrir þeirra fengu útrás í gær með því að setja m.a. ljósmyndir af fyrrverandi mökum, gömul bréf og ónýta farsíma í einn risastóran tætara.

„Ég losaði mig við fyrrverandi unnustu mína eftir fimm og hálft ár,“ sagði Pierre Lucien, sem er 47 ára. „Ég lét tæta ljósmynd af henni því myndinni fylgja slæmar minningar. Ég kom að henni með öðrum karlmanni á meðan ég var í fríi í sumar,“ bætti hann við.

Útrásarathöfnin fór fram á Times Square í gær, en þar mun fólk fjölmenna í öðrum tilgangi á gamlársdag líkt og lengi hefur verið hefð fyrir.

 „Ég lét tæta áráttu mína í áfengi, fíkniefni og konur,“ sagði einn karlmaður á fimmtugsaldri. „Ég er að ná mér. Í dag hef ég verið edrú í 32 daga og ég vil halda áfram á þessari braut. Þetta er góð byrjun.“

Aðrir tróðu pappírshrúgum í tætarann. Einn fleygði m.a. skjölum sem snerta fasteignalán sem hann, líkt og svo margir Bandaríkjamenn, hafði ekki efni á að greiða.

Ein kona mætti með börnin sín tvö og sagði að hún hafi verið að kveðja fyrrum eiginmann sinn með táknrænum hætti. „Hann hagaði sér illa og yfirgaf okkur svo,“ sagði hún og bætti því við að hún hafi einnig losað sig við samstarfsmenn sem jafnframt höfðu hagað sér illa.

Þegar allir voru búnir að hleypa pirringnum út kom ruslabíll og flutti pappírinn í næstu endurvinnslustöð.

Eileen Lawrence hlaut hinsvegar 250 dala verðlaun fyrir frumlegustu aðferðina við að tæta burt slæma minningu, en hún tætti fyrrverandi yfirmann sinn með frumlegum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan