Flugvél lent vegna káfs

AP

Þotu bandaríska flugfélagsins United á leið til Seattle með 182 farþega innanborðs var lent í Pittsburgh eftir að fluglögreglumenn um borð höfðu afskipti af tæplega fimmtugum farþega sem áreitti konu sem sat við hliðina á honum.

Maðurinn kom fyrir dómara á mánudaginn og var ákærður fyrir kynferðislega áreitni. Hann var látinn laus gegn tryggingu, en á yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi og eitt þúsund dollara sekt.

Haft er eftir sjónarvottum að maðurinn hafi verið að spjalla við 39 ára konu sem sat við hlið hans í vélinni, á leið frá Washington til Seattle. „Svo var hann allt í einu farinn að káfa á henni. Flugfreyjurnar báðu fluglögreglumennina að skerast í leikinn.“

Konan bað manninn ítrekað að láta sig í friði og reyndi að sleppa frá honum, en allt kom fyrir ekki. Svo fór, að lögreglumennirnir fjarlægðu mannin, settu hann í járn og komu honum fyrir í annarri sætaröð.

Flugstjóri vélarinnar ákvað síðan að lenda í Pittsburgh, sem var næsti flugvöllur, til að hægt væri að fjarlægja manninn úr vélinni áður en haldið var áfram til Seattle.

Að sögn lögreglu í Pittsburgh var maðurinn ekki ölvaður, og virtist ekki undir áhrifum neinna fíkniefna. „Hann sagðist ekki hafa bragðað áfengi í fimm ár.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir