Kyrkislanga með magapínu

Kyrkislanga nokkur í Nýja Suður-Wales í Ástralíu fékk í magann á dögunum. Ástæðan var sú að hún gleypti fjórar golfkúlur, sem settar höfðu verið í hreiður hænsna til að hvetja þær til að verpa.

Fólkið á bænum aumkaði sér yfir slönguna og fór með hana á dýraspítala. Röntgenmyndir leiddu í ljós, að slangan gæti ekki losnað við boltana á eðlilegan hátt og því var ákveðið að skera dýrið upp.

Aðgerðin tókst vel, að sögn lækna og verður slöngunni, sem fengið hefur nafnið Augusta eftir frægum golfvelli í Bandaríkjunum, sleppt innan skamms úti í náttúrunni.

Slangan Augusta fyrir aðgerðina.
Slangan Augusta fyrir aðgerðina. AP
Það er von að slöngunni hafi verið ómótt.
Það er von að slöngunni hafi verið ómótt. AP
Röntgenmynd sem sýnir golfkúlurnar í slöngumaganum.
Röntgenmynd sem sýnir golfkúlurnar í slöngumaganum. AP
Gat var skorið á kvið slöngunnar og golfkúlurnar fjarlægðar.
Gat var skorið á kvið slöngunnar og golfkúlurnar fjarlægðar. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir