Úthýst af veitingastað fyrir að borða of mikið

Tveir menn saka veitingastað um að láta þá borga of …
Tveir menn saka veitingastað um að láta þá borga of mikið fyrir hlaðborð þar sem þeir borðuðu of mikið. Kristinn Ingvarsson

Bandarískur maður segir veitingastað þar í landi hafa látið hann borga of mikið fyrir hlaðborð, og síðan bannað honum að koma á staðinn fyrir að borða of mikið. 

Ricky Labit, sem er óvinnufær verkamaður, segist hafa verið fastagestur á veitingastaðnum Manchuria í Louisiana í átta mánuði, og að hann hafi oft komið þrisvar í viku að borða. 

Þegar hann var þar nýlega að snæðingi, lét gengilbeinan hann og Michael Borelli, frænda konu hans, borga tvöfalt verð fyrir hlaðborð. 

Hún sagði við okkur „þið eruð feitir og borðið of mikið” sagði Labit og bætir við að þeim hafi verið mismunað vegna þyngdar þeirra. 

„Ég trúði ekki að einhver myndi segja þetta, ég er ekki svo feitur, ég er bara 130 kíló, gengilbeinan sagði mig líta út fyrir að vera með barn í maganum,” sagði Borelli. 

Talsmaður veitingastaðarins neitar sök um mismunun en segir mennina hafa verið beðna um að borga aðeins meira þar sem þeir eigi það í vana að borða bara það dýrasta á hlaðborðinu. 

Málið varð ekki útkljáð fyrr en búið var að kalla á lögreglu og til þess að stilla Labit og Borelli, fengu þeir máltíðina ókeypis en að sögn Labit voru beðnir um að koma ekki aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir