Dingo datt í það

Dýra­lækn­ir í Aust­ur­ríki tók á móti hundi um helg­ina sem átti erfitt með að standa í fæt­urna sök­um ölv­un­ar. Fram kem­ur í aust­ur­rísk­um fjöl­miðlum að hvutt­inn hafi angað eins og bjórt­unna.

Hund­ur­inn Dingo, sem er þriggja ára gam­all Labra­dor, var ekki svip­ur hjá sjón þegar eig­andi hans, sem er veiðimaður, fór með hann til dýra­lækn­is í Salzkammergut héraði lands­ins.   

Fram kem­ur í fjöl­miðlum að hund­ur­inn, sem er um 40 kíló, hafi verið afar slæm­ur í maga og þjáðst af niður­gangi og upp­köst­um. Þegar hund­ur­inn var rann­sakaður kom í ljós að áfeng­is­magnið í blóðinu mæld­ist vera 1,6 milli­grömm miðað við 100 milli­lítra.

Eig­and­inn seg­ir hins­veg­ar að hund­ur­inn hafi ekki orðið sauðdrukk­inn af völd­um áfeng­is­drykkju. Hann seg­ir að Dingo hafi stol­ist sár­svang­ur inn í eld­hús og gleypt um hálft kíló af ger­degi. Gerj­un varð til þess að alkó­hól myndaðist í mag­an­um á hon­um með þeim af­leiðing­um að Dingo varð blind­full­ur á skömm­um tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tækifæri dagsins eru ekki sérlega girnileg, eiginlega sjúskuð. Meiri tími út af fyrir þig er forsenda þín fyrir hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir