Dingo datt í það

Dýralæknir í Austurríki tók á móti hundi um helgina sem átti erfitt með að standa í fæturna sökum ölvunar. Fram kemur í austurrískum fjölmiðlum að hvuttinn hafi angað eins og bjórtunna.

Hundurinn Dingo, sem er þriggja ára gamall Labrador, var ekki svipur hjá sjón þegar eigandi hans, sem er veiðimaður, fór með hann til dýralæknis í Salzkammergut héraði landsins.   

Fram kemur í fjölmiðlum að hundurinn, sem er um 40 kíló, hafi verið afar slæmur í maga og þjáðst af niðurgangi og uppköstum. Þegar hundurinn var rannsakaður kom í ljós að áfengismagnið í blóðinu mældist vera 1,6 milligrömm miðað við 100 millilítra.

Eigandinn segir hinsvegar að hundurinn hafi ekki orðið sauðdrukkinn af völdum áfengisdrykkju. Hann segir að Dingo hafi stolist sársvangur inn í eldhús og gleypt um hálft kíló af gerdegi. Gerjun varð til þess að alkóhól myndaðist í maganum á honum með þeim afleiðingum að Dingo varð blindfullur á skömmum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka