90 ára gamalt blogg úr skotgröfunum

Níutíu ára gömul bréf hafa verið sett á netið í …
Níutíu ára gömul bréf hafa verið sett á netið í formi bloggs. mbl.is/Golli

Lýsingar Williams „Harry” Lamins á þreytandi bardögum, kvartanir um þröng herbergi, og afsakanir vegna skorts á nýjum færslum hljóma eins og dæmigert blogg nútímahermanns.   

En bloggfærslurnar frá Englendingnum Harry eru í raun 90 ára gömul bréf þar sem hann lýsir reynslu sinni í skotgröfum fyrri heimstyrjaldarinnar

Sonarsonur Harrys hefur nú sett bréfin á netið í formi bloggs.   Á sama hátt og fjölskylda Harrys fyrir 90 árum vissi ekki nema hvert bréf hans yrði það síðasta vita lesendur ekki nú hvort nýjasta færslan á netinu sé sú síðasta. 

„Fólk skoðar síðuna aftur til þess að sjá hvort annað bréf hafi komið inn, hvort hann hafi lifað af, til þess að fá fréttir af honum.  Saga hans fangar huga fólks,” sagði Bill Lamin, sonarsonur Harrys. 

Lamin fann bréfin þegar hann var að hreinsa til á heimili foreldra sinna fyrir nokkrum árum. 

Lamin segir viðbrögð lesenda hafa verið yfirþyrmandi.  Margir sem misstu ættingja í fyrri heimstyrjöldinni hafi sett sig í samband við hann. 

Æviágrip  hermannsins á netinu, sem sýnir mynd af honum í hermannabúningi hefur verið skoðað 25.000 sinnum.

Margar færslnanna eru hversdagslegar, eins og til dæmis kvartanir um óþægindi  í hermannaskálum á Englandi, athugasemdir um heitt veður í Frakklandi og þakkir til fjölskyldunnar fyrir pakka og tóbak. 

En aðrar færslur segja frá hryllingi átaka sem kostuðu milljónir manna lífið um gervalla Evrópu. 

Bloggið má sjá hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar