Grínisti flutti inn í Ikea

Kannski Ikea ætti að stofna hótel.
Kannski Ikea ætti að stofna hótel. mbl.is/Eyþór

Grínistinn Mark Malkoff býr í New York, hann þurfti að flytja út úr íbúðinni sinni þessa vikuna þegar verið var að eitra fyrir kakkalökkum og þar sem hótel voru of dýr og vinir hans geta ekki hýst hann ákvað hann að spyrja hvort hann mætti flytja inn í næstu Ikea húsgagnaverslun og þar býr hann núna.

„Áttatíu prósent af öllum mínum húsgögnum eru hvort eð er úr Ikea og því væri þetta ekki svo mikil viðbrigði fyrir mig,” sagði Malkoff Í myndbandi á netinu.

Hann flutti inn í Ikea verslunina í New Jersey í gærmorgun og fær að dveljast þar uns verslunin lokar seint næsta laugardagskvöld.

Hann má elda sér sinn eigin mat í mötuneyti starfsfólksins en hann segir að þar sem vaskar og sjónvörp og annað virki ekki líði honum eins og hann búi í sviðsmyndinni úr sjónvarpsþáttaröðinni Vinir (e. Friends) og að hann hafi núþegar eignast marga gervivini meðal viðskiptavina verslunarinnar. Hægt er að fylgjast með Malkoff á vefsíðunni marklivesinikea.com

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar