Heppnin var ekki með 23 ára gömlum Þjóðverja, sem var fullur undir stýri í Póllandi.
Maðurinn hafði farið með vinum sínum til Varsjár og var á leið heim þegar hann stoppaði bílinn hjá vegfaranda og spurði hann hvað klukkan var. Vegfarandinn reyndist vera óeinkennisklæddur lögreglumaður, sem sá strax að ökumaðurinn var ölvaður og tilkynnti honum að hann væri handtekinn.
Þjóðverjinn brá við hart, setti í gír, gaf bensínið í botn og ók af stað - beint inn á afgirta lögreglustöðvarlóð. Hlið, sem var á girðingunni, lokaðist sjálfkrafa á eftir bílnum.
„Hann hélt að hann kæmist undan en þess í stað komst hann í klandur," sagði talsmaður lögreglunnar.