Glæsileg útför varð embættismanni að falli

Kínverskum embættismanni hefur verið vikið úr Kommúnistaflokknum og rekinn úr starfi fyrir að hafa beitt áhrifum sínum til að sjá til þess að útför móður hans yrði sem glæsilegust.

Xie Pingfa, sem er fyrrverandi yfirmaður vegamálastofnunar í Guangdong héraði, var refsað fyrir að hafa brotið gegn reglum flokksins hvað varðar „sjálfsaga og heiðarleika í starfi gagnvart samstarfsfélögum sínum“, að því er fram kemur í kínverska dagblaðinu China Daily.

Að undanförnu hefur verið markvisst unnið að því að uppræta spillingu meðal kínverskra embættismanna. Kommúnistaflokkurinn segir spillinguna teygja anga sína svo víða að hún gæti í raun riðið flokknum að fullu.

Xie sá til þess að útför móður hans yrði sem glæsilegust, en hún fór fram í nóvember. Um 1.000 manns voru viðstödd, þar á meðal átta yfirmenn og aðrir starfsmenn stofnunarinnar sem hann stýrði.

Hann lét reisa risastórt svið og réð 20 manna hljómsveit sem lék tónlist á meðan útförinni stóð.

Þá var ekkert til sparað við erfidrykkjuna. Hann tók á móti gjöfum og peningum frá gestum sem voru viðstaddir útförina.

Íbúar héraðsins kvörtuðu undan því hversu yfirgengileg útförin var og létu eftirlitsaðila vita í framhaldinu, sem tóku þá ákvörðun að víkja Xie úr starfi þar sem málið hafi haft mjög neikvæð áhrif á samfélagið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar