Margir breskir þingmenn settu upp undrunarsvip þegar rætt var um tillögu um aðskilnað ríkis og kirkju. Ástæðan er sú að númer tillögunnar var 666, sem er gjarnan nefnd tala djöfulsins.
„Þessi tala á að vera merki djöfulsins. Það lítur út fyrir að guð og djöfullinn hafi verið að störfum á leyndardómsfullan hátt,“ sagði þingmaður frjálslyndra demókrata, Bob Russell. Hann er meðal þeirra þingmanna sem styður tillöguna.
„Það sem er síðan enn undarlegra er það að tillagan var lögð fyrir í gærkvöldi þegar þingmennirnir voru að ræða um guðlast,“ bætti hann við.
Tillagan kallar eftir aðskilnaði millli ríkis og kirkju með formlegum hætti, sem Elísabet Bretadrottning bindur saman sem bæði æðsti yfirmaður kirkjunnar og ríkisins.
Talan 666 kemur fram Opinberunarbók Biblíunnar.
„Það er ótrúlegt að tillaga sem þessi skuli, fyrir tilviljun, hafa verið merkt þessari merkilegu tölu,“ sagði Russell.