Banvænt sérrí í stólpípu

Áfeng­is­sjúk­ling­ur sem lést eft­ir að hafa gefið sjálf­um sér sérrístól­pípu hef­ur hlotið hin svo­nefndu Darw­in-verðlaun 2007, en þau eru veitt til minn­ing­ar um þá sem bæta af­komu­mögu­leika mann­kyns­ins með því að hverfa sjálf­ir á braut.

Verðlauna­haf­inn var tæp­lega sex­tug­ur Texasbúi sem ekki gat drukkið áfengi með hefðbundn­um hætti vegna sárs­auka í hálsi. Hann fór því að neyta áfeng­is með stól­pípu, en lést eft­ir að hafa með þeim hætti neytt þriggja lítra af sérríi.

Meðal annarra sem til greina komu voru Þjóðverji sem veitti sjálf­um sér raf­lost er hann reyndi að losa sig við mold­vörp­ur með því að reka málmteina niður í jörðina og tengja þá við há­spennu­línu.

Einnig Banda­ríkjamaður sem var að rífa gamla hlöðu og byrjaði á að saga í sund­ur burðarstoð með þeim af­leiðing­um að bygg­ing­in hrundi yfir hann.

Þá var og nefnd­ur landi hans sem „sigraði“ í keppni um hver gæti lengst staðið á járn­braut­artein­um með aðvíf­andi lest.

Og tæp­lega þrítug­ur tölv­un­ar­fræðikenn­ari sem lést er hann ók bif­reið og vann í tölv­unni sinni á sama tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell