„Ekki minn dagur“

Herman Weiss, fæðingalæknir í New York, átti ekki góðan dag í gær. Hann vaknaði klukkan þrjú í fyrrinótt við reykskynjara og komst að því að heimili fjölskyldunnar stóð í björtu báli. Hann náði að bjarga konu sinni og börnum undan logunum, og um sexleytið var hann kallaður til að taka á móti barni á sjúkrahúsinu. En ekki var þá öll sagan sögð.

Eftir að eldurinn hafði verið slökktur í einbýlishúsinu hans á Long Island fóru byggingafulltrúar að rannsaka rústirnar og komust þá að því að ekki var allt með feldu í pípulagningunum í húsinu, sem samræmdust ekki teikningum, og ennfremur hafði fjölskyldunni láðst að fá skjalfest að hún byggi í húsinu.

Fyrir þetta var Weiss sektaður og gert að rífa það sem eftir var af húsinu. Hann vonast til að geta byggt nýtt á sama stað. Ennfremur var haft eftir honum: „Þetta var ekki minn dagur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar