„Ekki minn dagur“

Herman Weiss, fæðingalæknir í New York, átti ekki góðan dag í gær. Hann vaknaði klukkan þrjú í fyrrinótt við reykskynjara og komst að því að heimili fjölskyldunnar stóð í björtu báli. Hann náði að bjarga konu sinni og börnum undan logunum, og um sexleytið var hann kallaður til að taka á móti barni á sjúkrahúsinu. En ekki var þá öll sagan sögð.

Eftir að eldurinn hafði verið slökktur í einbýlishúsinu hans á Long Island fóru byggingafulltrúar að rannsaka rústirnar og komust þá að því að ekki var allt með feldu í pípulagningunum í húsinu, sem samræmdust ekki teikningum, og ennfremur hafði fjölskyldunni láðst að fá skjalfest að hún byggi í húsinu.

Fyrir þetta var Weiss sektaður og gert að rífa það sem eftir var af húsinu. Hann vonast til að geta byggt nýtt á sama stað. Ennfremur var haft eftir honum: „Þetta var ekki minn dagur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir