Í hungurverkfall vegna reykingabanns

Reykingar voru nýlega bannaðar á börum og kaffihúsum í Frakklandi.
Reykingar voru nýlega bannaðar á börum og kaffihúsum í Frakklandi. Reuters

Fransk­ur bar­eig­andi ætl­ar í hung­ur­verk­fall til þess að mót­mæla ný­settu reyk­inga­banni í land­inu.

Joel Lailler, eig­andi „L´Escale", var sektaður fyr­ir að neita að koma í veg fyr­ir að viðskipta­vin­ir reyktu á barn­um hans. 

Dag­blað á staðnum hafði vakið at­hygli á því að bar­eig­and­inn væri að bjóða bann­inu byrg­inn með því að leyfa reyk­ing­ar.

Lailler hef­ur komið sér fyr­ir í bíl fyr­ir utan kaffi­bar­inn sem hef­ur verið lokað tíma­bundið, en þar ætl­ar hann að dvelja í hung­ur­verk­falli sínu.

Lailler krefst und­anþágu á bann­inu fyr­ir dreif­býl­is­bari og kaffi­hús og seg­ist ótt­ast að bannið muni leiða til þess að hann missi 30-40% af viðskipt­um sín­um.

„Hér í sveit­inni koma viðskipta­vin­ir oft í hóp­um af þrem eða fjór­um sem þýðir þrjár um­ferðir á bar­inn, en ef þrír reyk­inga­menn eru í hópn­um, fá þeir sér bara einn drykk og fara," sagði Lailler.

„Hefði ég vitað þegar ég keypti bar­inn fyr­ir átta árum að reyk­ing­ar yrðu bannaðar, hefði ég aldrei keypt hann," sagði Lailler sem seg­ist njóta stuðnings margra íbúa í þorp­inu Dresny á vest­ur­strönd Frakk­lands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell