Í hungurverkfall vegna reykingabanns

Reykingar voru nýlega bannaðar á börum og kaffihúsum í Frakklandi.
Reykingar voru nýlega bannaðar á börum og kaffihúsum í Frakklandi. Reuters

Franskur bareigandi ætlar í hungurverkfall til þess að mótmæla nýsettu reykingabanni í landinu.

Joel Lailler, eigandi „L´Escale", var sektaður fyrir að neita að koma í veg fyrir að viðskiptavinir reyktu á barnum hans. 

Dagblað á staðnum hafði vakið athygli á því að bareigandinn væri að bjóða banninu byrginn með því að leyfa reykingar.

Lailler hefur komið sér fyrir í bíl fyrir utan kaffibarinn sem hefur verið lokað tímabundið, en þar ætlar hann að dvelja í hungurverkfalli sínu.

Lailler krefst undanþágu á banninu fyrir dreifbýlisbari og kaffihús og segist óttast að bannið muni leiða til þess að hann missi 30-40% af viðskiptum sínum.

„Hér í sveitinni koma viðskiptavinir oft í hópum af þrem eða fjórum sem þýðir þrjár umferðir á barinn, en ef þrír reykingamenn eru í hópnum, fá þeir sér bara einn drykk og fara," sagði Lailler.

„Hefði ég vitað þegar ég keypti barinn fyrir átta árum að reykingar yrðu bannaðar, hefði ég aldrei keypt hann," sagði Lailler sem segist njóta stuðnings margra íbúa í þorpinu Dresny á vesturströnd Frakklands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar