Þriðji hver Breti er í stöðugri megrun samkvæmt könnun sem unnin var fyrir matvöruverslanakeðjuna Tesco og greint var frá á vefmiðli BBC á dögunum.
Samkvæmt könnuninni voru einstaklingar yfir 55 ára aldri líklegastir til að byrja í megrun í hverjum mánuði, en sérfræðingar hafa varað við að 60% fullorðinna Breta verði of þung árið 2050 takist ekki að stemma stigu við síhækkandi offituhlutfalli þjóðarinnar. Hafa sérfræðingar á vegum breskra stjórnvalda m.a. reiknað út að með því einu að fylgja hollu mataræði væri hægt að bjarga lífi 70.000 einstaklinga.