Tíu leiðir til að bæta svefninn

Það er ekkert gaman að vera geðvondur og pirraður, hvorki fyrir viðkomandi né þá sem þurfa að umgangast hann. Geðvonska getur meðal annars stafað af svefnleysi og því er um að gera að leita leiða til að bæta svefninn.

Á heilsuvefnum MayoClinic.com er sagt frá ýmsum ástæðum sem geti orðið til þess að fólk missi svefn. Meðal annars er það vinnan, ábyrgðin á heimilishaldinu og umhugsun barna. Einnig geta fjárhagsáhyggjur, ágreiningur við makann og veikindi rænt fólk svefninum. En einmitt þegar álagið í lífinu er mikið er enn nauðsynlegra að fá samfelldan og góðan svefn. Tíu ráð eru nefnd til sögunnar sem ættu að geta gagnast fólki:

*Farið alltaf á sama tíma í rúmið og á sama tíma á fætur, líka um helgar.

*Ekki borða eða drekka mikið stuttu fyrir háttatíma.

*Forðist níkótín, koffín og áfengi að kveldi.

*Stundið reglulega hreyfingu.

*Hafið svalt loft í svefnherberginu, dimmt, hljótt og notalegt.

*Sofið aðeins um nætur.

*Góð dýna og góður koddi skipta máli.

* Hafðu fyrir reglu að gera alltaf eitthvað slakandi rétt fyrir háttatíma.

*Farið að sofa þegar þið eruð þreytt og slökkvið ljósin.

*Notið svefntöflur aðeins sem neyðarúrræði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar