Börn eru hrædd við trúða

Niðurstöður nýrrar könnunar sem vísindamenn í Bretlandi gerðu meðal barna leiða í ljós að börnum þykir ekki gaman að trúðum, og eldri krakkar eru jafnvel hræddir við þá. Börnin sem tóku þátt í könnuninni voru á aldrinum fjögurra til 16 ára.

Markmiðið með könnuninni, sem greint er frá í nýjasta hefti tímaritsins Nursing Standard, var að kanna með hvaða hætti væri unnt að bæta umhverfi á barnadeildum sjúkrahúsa. Þátttakendur í könnuninni voru 250 börn sem dvelja á barnadeildum.

„Við komumst að því að ekkert barn hafði gaman af trúðum. Sum voru hrædd við þá og skildu þá ekki,“ sagði Penny Curtis, lektor við Háskólann í Sheffield, þar sem könnunin var gerð. „Fullorðið fólk er gjarnt á að telja sig vita hvað börnum fellur í geð.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir