Tók upp ástaratlotin með leynd

Hæstiréttur Ítalíu hefur úrskurðað að fólk megi taka upp með leynd ástaratlotin með makanum. Hæstirétturinn hefur sýknað 49 ára gamlan karlmann sem, án samþykkis kærustunnar, tók upp og geymdi myndbönd af þeim njóta ásta.

Hæstirétturinn sneri við tveimur fyrri úrskurðum lægri dómstiga í málinu, en þar hafði maðurinn verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi.

Fram kemur að konan hafi verið samþykk því að maðurinn notaði myndbandsupptökuvél til að varpa myndum af þeim njóta ásta á svefnherbergisvegginn. Konan segir hins vegar ekki hafa vitað að hann væri að taka ástaratlotin upp.

Dómstóllinn sýknaði manninn þar sem hann hafði ekki dreift myndunum til annarra.

Þegar parið batt enda á sambandið sendi maðurinn fyrrum kærustu sinni myndböndin í pósti ásamt bréfi sem í stóð: „Þetta eru mínar síðustu minningar um þig.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar