Tók upp ástaratlotin með leynd

Hæstirétt­ur Ítal­íu hef­ur úr­sk­urðað að fólk megi taka upp með leynd ástaratlot­in með mak­an­um. Hæstirétt­ur­inn hef­ur sýknað 49 ára gaml­an karl­mann sem, án samþykk­is kær­ust­unn­ar, tók upp og geymdi mynd­bönd af þeim njóta ásta.

Hæstirétt­ur­inn sneri við tveim­ur fyrri úr­sk­urðum lægri dóm­stiga í mál­inu, en þar hafði maður­inn verið dæmd­ur í fjög­urra mánaða fang­elsi.

Fram kem­ur að kon­an hafi verið samþykk því að maður­inn notaði mynd­bands­upp­töku­vél til að varpa mynd­um af þeim njóta ásta á svefn­her­berg­is­vegg­inn. Kon­an seg­ir hins veg­ar ekki hafa vitað að hann væri að taka ástaratlot­in upp.

Dóm­stóll­inn sýknaði mann­inn þar sem hann hafði ekki dreift mynd­un­um til annarra.

Þegar parið batt enda á sam­bandið sendi maður­inn fyrr­um kær­ustu sinni mynd­bönd­in í pósti ásamt bréfi sem í stóð: „Þetta eru mín­ar síðustu minn­ing­ar um þig.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú ert í skapi til að spígspora og hefur góða ástæðu til þess. Í dag skaltu fara þér mjög gætilega þegar þér eru gefin óvenjuleg ráð í sambandi við heilsuna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú ert í skapi til að spígspora og hefur góða ástæðu til þess. Í dag skaltu fara þér mjög gætilega þegar þér eru gefin óvenjuleg ráð í sambandi við heilsuna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar