Vaknaði í eigin kistulagningu

Áttatíu og eins árs gamall maður olli uppnámi í eigin kistulagningu í þorpi í Chile þegar hann vaknaði skyndilega í líkkistunni.

Ættingjar Feliberto Carrascos töldu að hann hefði safnast til feðra sinna þegar þeir fundu hann kaldan og máttlausan í rúminu. Í stað þess að hringja í lækni var haft samband við útfararstjóra sem undirbjó útför gamla mannsins samviskusamlega.

Í kistulagningunni hafði Carrasco verið klæddur í sín bestu föt og ættingjar hans voru samankomnir til að kveðja hann. „Líkið" lá í kistu með glerglugga.

„Ég trúði ekki mínum eigin augum," sagði Pedro, frændi Carrascos við blaðið Ultimas Noticias. „Þegar ég opnaði augun aftur sá ég að frændi minn starði á mig. Ég fór að gráta og hljóp að kistunni og reyndi að opna hana."

Hinn látni sagði að sér liði ágætlega og bað aðeins um vatnsglas.

Útvarpsstöð í bænum kom heimamönnum á óvart með því að birta leiðréttingu á dánarfrétt og sagði að fréttirnar hefðu verið ótímabærar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir