Borðaði rotið kjöt til þess að halda lífi

Kanadískur sjúkraliði neyddist til að borða rotið kjöt og bægði frá sér urrandi dýrum eftir að hann festist undir bíl í óbyggðum Alberta.  Hann fannst af fjallgöngumanni eftir 96 klukkutíma.

Ken Hildebrand hafði verið að safna dýragildrum þegar bifreið hans lenti á steini og valt með þeim afleiðingum að Ken festist undir bílnum.

Ken, sem er með veikan fótlegg vegna lömunarveiki, lá með andlitið við jörðu og góða fótlegginn klemmdan undir bílnum. 

„Það er ótrúlegt að hann skuli vera á lífi, ég trúi því ekki," sagði Troy Linderman forstöðumaður neyðarþjónustu á staðnum.

Hildebrand hélt sér gangandi með því að borða rotið kjöt af dýrum sem hann hafði náð og notaði bifurshræ til þess að halda á sér hita.  Hann notaði annan bifur sem skjólvegg og hluta af skinni þess sem kodda.  Hann flautaði til þess að halda nálægum urrandi sléttuúlfum í fjarlægð.

Með hvorki vatn né mat með sér og engan snjó nálægan ofþornaði Hildebrand fljótlega. „Ég borðaði fullt af mold til þess að fá einhvern vökva," sagði Hildebrand. 

Á öðru kvöldinu var hann orðinn svo svangur að hann byrjaði að narta í bifursbein.  „Ég reyndi að borða það en ég kastaði upp, sagði Hildebrand.

Hildebrand gerði nokkrar tilraunir við að komast undan bílnum en hafði ekki nógu mikið afl til þess að losa sig.  Hann fannst fjórum dögum síðar og farið var með hann á sjúkrahús þar sem hann hefur gengist undir nokkrar aðgerðir vegna kals og meiðsla á fótleggjum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka