Bjargaði vinnufélaga úr krókódílskjafti og skaut hann óvart

Fátítt er í Ástralíu að krókódílar ráðist á fólk, og einnig gerist það sjaldan að menn verði fyrir byssuskotum, en hvort tveggja í einu varð þó hlutskipti ungs Ástrala nýverið.

Krókódíllinn réðist á manninn, sem er á þrítugsaldri, skammt frá vinsælum ferðamannastað suðaustur af Darwin. Starfsfélagi mannsins reyndi að koma honum til bjargar og skaut á krókódílinn tveimur skotum, en ekki vildi betur til en svo, að annað skotið hafnaði í handlegg fórnarlambs krókódílsins.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC.

Flogið var með manninn á sjúkrahús þar sem hann er nú að gróa bit- og skotsára sinna.

Hann heitir Jason Grant og starfar á krókódílabúgarði þar sem hann var að safna eggjum þegar krókódíllinn náði taki á honum. Starfsfélagi hans skarst þá í leikinn með fyrrgreindum afleiðingum. Skotið sem ekki lenti í Grant hæfði krókódílinn og dugði til að hann sleppti takinu á Grant.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir