Bjargaði vinnufélaga úr krókódílskjafti og skaut hann óvart

Fátítt er í Ástr­al­íu að krókó­díl­ar ráðist á fólk, og einnig ger­ist það sjald­an að menn verði fyr­ir byssu­skot­um, en hvort tveggja í einu varð þó hlut­skipti ungs Ástr­ala ný­verið.

Krókó­díll­inn réðist á mann­inn, sem er á þrítugs­aldri, skammt frá vin­sæl­um ferðamannastað suðaust­ur af Darw­in. Starfs­fé­lagi manns­ins reyndi að koma hon­um til bjarg­ar og skaut á krókó­díl­inn tveim­ur skot­um, en ekki vildi bet­ur til en svo, að annað skotið hafnaði í hand­legg fórn­ar­lambs krókó­díls­ins.

Frá þessu grein­ir frétta­vef­ur BBC.

Flogið var með mann­inn á sjúkra­hús þar sem hann er nú að gróa bit- og skotsára sinna.

Hann heit­ir Ja­son Grant og starfar á krókó­díla­búg­arði þar sem hann var að safna eggj­um þegar krókó­díll­inn náði taki á hon­um. Starfs­fé­lagi hans skarst þá í leik­inn með fyrr­greind­um af­leiðing­um. Skotið sem ekki lenti í Grant hæfði krókó­díl­inn og dugði til að hann sleppti tak­inu á Grant.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Kraftur þinn og úthald er mikið um þessar mundir og þú ert fær um að vinna mikið og lengi. Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Kraftur þinn og úthald er mikið um þessar mundir og þú ert fær um að vinna mikið og lengi. Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell