Bjargaði vinnufélaga úr krókódílskjafti og skaut hann óvart

Fátítt er í Ástralíu að krókódílar ráðist á fólk, og einnig gerist það sjaldan að menn verði fyrir byssuskotum, en hvort tveggja í einu varð þó hlutskipti ungs Ástrala nýverið.

Krókódíllinn réðist á manninn, sem er á þrítugsaldri, skammt frá vinsælum ferðamannastað suðaustur af Darwin. Starfsfélagi mannsins reyndi að koma honum til bjargar og skaut á krókódílinn tveimur skotum, en ekki vildi betur til en svo, að annað skotið hafnaði í handlegg fórnarlambs krókódílsins.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC.

Flogið var með manninn á sjúkrahús þar sem hann er nú að gróa bit- og skotsára sinna.

Hann heitir Jason Grant og starfar á krókódílabúgarði þar sem hann var að safna eggjum þegar krókódíllinn náði taki á honum. Starfsfélagi hans skarst þá í leikinn með fyrrgreindum afleiðingum. Skotið sem ekki lenti í Grant hæfði krókódílinn og dugði til að hann sleppti takinu á Grant.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir