Gota með kærustuna í bandi vísað úr strætó

Got­inn Dani Gra­ves, sem hef­ur kær­ust­una sína í hunda­ól, fékk ekki að fara með hana í strætó vegna ótta um að þau kynnu að vinna öðrum farþegum mein.

Gra­ves er 25 ára og kær­ast­an hans, Tasha Malt­by, er 19 ára. Þau eiga heima í Dews­bury í Yorks­hire í Bretlandi. Þau segja strætófyr­ir­tækið Arri­va Yorks­hire hafa brotið á sér með því að þeim hafi verið vísað úr ein­um vagni og bannað að fara um borð í ann­an.

Strætófyr­ir­tækið seg­ir ör­yggi farþega vera í fyr­ir­rúmi, en til­vik Gra­ves og Malt­by sé til at­hug­un­ar.

Gra­ves sagði í viðtali við BBC: „Við erum vön því að horft sé á okk­ur og orð lát­in falla. En við bjugg­umst ekki við þessu [í strætó]. Þetta er þjón­usta fyr­ir al­menn­ing. Við vor­um með strætó­kort og höguðum okk­ur á eng­an hátt óeðli­lega sem strætóf­arþegar.“

Malt­by seg­ist sjálf hafa átt hug­mynd­ina að því að ganga með hunda­ól­ina, en fyrri kær­ast­ar hafi sagt að hún væri „skrít­in“ er hún stakk upp á því við þá.

Gra­ves og Malt­by segj­ast ákaf­lega ást­fang­in, og að hunda­ól­in sé „til marks um traust.“ Gra­ves seg­ist gera allt fyr­ir hana, taka til föt­in á hana, gefa henni að borða og þrífa íbúðina þeirra. Eng­inn myndi ætl­ast til þess að gælu­dýr sjái um mat­inn eða upp­vaskið.

Malt­by seg­ist hæst­ánægð með að vera „gælu­dýr.“ Það sé mjög auðvelt líf. Ein­hverj­um kunni að finn­ast þetta furðulegt, en hún hafi ákveðið þetta sjálf. „Þetta skaðar eng­an.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son