Yfirvöld í Brasilíu munu dreifa um 19,5 milljón ókeypis smokkum víða um landið í tæka tíð fyrir kjötkveðjuhátíðina sem brátt fer í hönd. Er það liður í því að hefta útbreiðslu kynsjúkdóma en það er nærri tvöfalt fleiri smokkar en dreift var ókeypis þar í landi í fyrir kjötkveðjuhátíðina í fyrra.
Á kjötkveðjuhátíðunum í Brasilíu skemmtir fáklæddur mannfjöldi sér fram eftir nóttu og eru þær tengdar við aukið lauslæti og taumlausa kynlífshegðun.
Samkvæmt tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Brasilíu keypti ríkisstjórnin þar í landi um einn milljarð smokka til að dreifa ókeypis á síðasta ári eða sem nemur fjórðungi af heimsframleiðslu á smokkum. Íbúafjöldi í Brasilíu er 190 milljónir.