Húsið var horfið

Það er ekki alltaf skemmtilegt að koma heim eftir langa fjarvist: húsið gæti hafa skemmst í óveðri, brotist hefur verið inn eða unglingarnir  haldið partí. Fæstir hafa þó lent í sömu hremmingum og rússnesk kona, sem snéri heim eftir helgardvöl í sumarbústað og sá sér til undrunar og skelfingar að húsið hennar var horfið.

„Það var ekkert eftir, ekki ein spýta," sagði Ljudmíla Martemíanóva í sjónvarpsviðtali þar sem hún stóð í kuldanum á lóðinni þar sem húsið hennar stóð í borginni Nizhní Novgorod.

Saksóknari í borginni  sagði, að byggingafyrirtæki hefði gert mistök og rifið rangt hús en til stóð að rífa hús sem stóð skammt frá húsi Martemíanóvu.

Martemíanóva hefur nú stefnt byggingarmeistaranum, sem lét rífa húsið og hafnað tilboði hans um bætur. Segir hún að bæturnar nægi ekki fyrir herbergi í úthvergi borgarinnar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar