Sílíkonbrjóst springa oft við líkbrennslu og þess vegna þarf að fjarlægja þau fyrir slíka athöfn, að því er greint er frá í danska fríblaðinu metroXpress. „Þetta er vandamál sem mikið er rætt um á alþjóðlegum ráðstefnum,“ segir danski yfirlæknirinn Peter Bjerring. Líkbrennsluofnar geta skemmst vegna sílíkonsins og þess vegna hefur verið bannað að brenna lík með sílíkonbrjóstum í Bretlandi.