Hollendingurinn Wim Hof sem kallar sig „tantra-meistarann“ bætti eigið heimsmet þegar hann stóð í glerbúri þakinn ís í 72 mínútur. Hann sló metið á götu í New York í gær.
Hof segist geta stjórnað líkamshita sínum með tantra hugleiðslu. Tantra er austurlenskur helgisiður og þeir sem stunda hann eru sagðir nálgast sitt guðdómlega eðli.
Hof setti fyrra heimsmetið árið 2004 þegar hann var þakinn ís í 68 mínútur.
Atriði Hofs markaði upphafið að BRAINWAVE-hátíðinni í New York. Hún stendur yfir næstu fimm mánuði. Hátíðin gengur út á að skoða með hvaða hætti listir, tónlist og hugleiðsla hafa áhrif á heila fólks.