Maríjúanasjálfsalar í Kaliforníu

Lauf kannabisplöntunnar.
Lauf kannabisplöntunnar. mbl.is

Maríjú­ana verður til sölu í sér­stök­um sjálf­söl­um sem hef­ur verið dreift á ákveðna sölustaði í Kali­forn­íu­ríki í Banda­ríkj­un­um.

Ein­ung­is þeir sem hafa fengið lyf­seðil fyr­ir jurtinni af heilsu­fars­ástæðum mega nota sjálfsal­ana.  Sjúk­ling­ar þurfa að skila inn lyf­seðli, og láta taka af sér fingra­för og ljós­mynd áður en það fær leyfi til þess að nota aðstöðuna.  Fá þeir þá út­gefið sér­stakt kort sem sett er í sjálfsal­ann.

Fram kem­ur á frétta­vef BBC að ell­efu ríki í Banda­ríkj­un­um leyfa notk­un á Maríjú­ana til lækn­inga, aðallega fyr­ir verkj­um, sem er ennþá mjög um­deilt þar í landi.

Vince Mehd­iza­deh eig­andi Her­bal Nut­riti­on Centre í Los Ang­eles, þar sem sjálfsala hef­ur verið komið fyr­ir, seg­ir að sjúk­ling­um verði leyft að kaupa auka birgðir ef þörf er á.

Vincent seg­ir að ör­ygg­is­vörður muni taka á móti fólki, sem þarf að setja kortið í vél­ina og nemi er í vél­inni sem sann­reyn­ir fingra­för fólks.  Einnig eru mynda­vél­ar hjá sjálfsal­an­um til þess að sanna að sjúk­ling­ur­inn hafi komið til þess að sækja lyfið.

Mál­svar­ar notk­un­ar  jurt­ar­inn­ar segja að Maríjú­ana gagn­ist veiku fólki þar sem efnið deyfi sárs­auka og örvi mat­ar­lyst.

Notk­un jurt­ar­inn­ar hef­ur verið bönnuð sam­kvæmt lög­um frá því 1970 og rík­is­stjórn­in viður­kenn­ir ekki sem stend­ur notk­un þess til lækn­inga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú nálgast viðfangsefni þín af mikilli sannfæringu: það gerir þig fram úr hófi verndandi. Talaðu um fyrir öðrum með lipurð og festu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú nálgast viðfangsefni þín af mikilli sannfæringu: það gerir þig fram úr hófi verndandi. Talaðu um fyrir öðrum með lipurð og festu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir