Maríjúanasjálfsalar í Kaliforníu

Lauf kannabisplöntunnar.
Lauf kannabisplöntunnar. mbl.is

Maríjúana verður til sölu í sérstökum sjálfsölum sem hefur verið dreift á ákveðna sölustaði í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum.

Einungis þeir sem hafa fengið lyfseðil fyrir jurtinni af heilsufarsástæðum mega nota sjálfsalana.  Sjúklingar þurfa að skila inn lyfseðli, og láta taka af sér fingraför og ljósmynd áður en það fær leyfi til þess að nota aðstöðuna.  Fá þeir þá útgefið sérstakt kort sem sett er í sjálfsalann.

Fram kemur á fréttavef BBC að ellefu ríki í Bandaríkjunum leyfa notkun á Maríjúana til lækninga, aðallega fyrir verkjum, sem er ennþá mjög umdeilt þar í landi.

Vince Mehdizadeh eigandi Herbal Nutrition Centre í Los Angeles, þar sem sjálfsala hefur verið komið fyrir, segir að sjúklingum verði leyft að kaupa auka birgðir ef þörf er á.

Vincent segir að öryggisvörður muni taka á móti fólki, sem þarf að setja kortið í vélina og nemi er í vélinni sem sannreynir fingraför fólks.  Einnig eru myndavélar hjá sjálfsalanum til þess að sanna að sjúklingurinn hafi komið til þess að sækja lyfið.

Málsvarar notkunar  jurtarinnar segja að Maríjúana gagnist veiku fólki þar sem efnið deyfi sársauka og örvi matarlyst.

Notkun jurtarinnar hefur verið bönnuð samkvæmt lögum frá því 1970 og ríkisstjórnin viðurkennir ekki sem stendur notkun þess til lækninga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar