Flugmaður fékk taugaáfall í flugi

Farþegaþota Air Canada af gerðinni Boeing 747.
Farþegaþota Air Canada af gerðinni Boeing 747. mbl.is

Flugvél Air Canada nauðlenti á Írlandi eftir að flugmaður í vélinni virtist hafa fengið taugaáfall.  Farþegi í vélinni sagði flugmanninn hafa verið borinn út úr vélinni öskrandi og blótandi, og bað hann um að fá að tala við Guð.

Fram kemur á fréttavef BBC að flugið frá Toronto til Heathrow lenti á Shannon flugvelli á Írlandi eftir að áhöfnin tilkynnti um neyðarástand. 

Air Canada hefur staðfest að meðlimur áhafnarinnar hafi verið veikur en staðfesti ekki hvort hann hafi átt við geðræn vandamál að stríða.

„Öryggi farþega og áhafnar var aldrei í vafa," sagði talsmaður Air Canada.

Einn farþeganna sagðist hafa séð varaflugmanninn vera borinn inn í klefa í hömlum. „Hann var mjög sturlaður, hann öskraði mjög hátt og blótaði og bað um að fá að tala við Guð."

Farþegar vélarinnar fengu hótelherbergi á meðan önnur áhöfn var fundin og komust á leiðarenda til London átta tímum síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir