Hækkaði einkunnir gegn greiðslu

Réttarhöld hófust í Þýskalandi í dag yfir 53 ára gömlum lögfræðiprófessor, sem ákærður hefur verið fyrir að hækka einkunnir nemenda gegn greiðslu eða kynlífsgreiða.

Fram kom við réttarhöldin, að vitað er að lögmenn, sem sumir háttsettir í dómskerfinu og að minnsta kosti einn er dómari, greiddu  Thomas Abeltshauser fyrir að hækka einkunnir þeirra þegar þeir stunduðu lögfræðinám við háskólann í Hannover.

Abeltshauser, sem er sérfræðingur í alþjóðalögum, er sakaður um að hafa tekið við samtals um 184 þúsund evrum, jafnvirði 17,6 milljóna króna, frá 69 stúdentum.

Þá segja saksóknarar, að Albeltshauser hafi haft kynmök við nokkra kvendstúdenta gegn því að hækka einkunnir þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir