Fæddur í mannþröng

Gríðarlegar umferðarteppur hafa myndast í Kína en þar hefur Vetur …
Gríðarlegar umferðarteppur hafa myndast í Kína en þar hefur Vetur konungur hreiðrað um sig svo um munar. AP

Vanfær kínversk kona, sem hafði setið föst í rútu í kafaldsbyl í suðurhluta Kína í þrjá daga, fæddi lítinn dreng sem hún hefur ákveðið að skíra Zhongsheng, sem á íslensku þýðir „fæddur í mannþröng.“

Kínverska ríkisdagblaðið New Express greinir frá því í dag að  Chu Hongling, sem er 24 ára gömul, og eiginmaður hennar hafi ætlað að ferðast til heimabæjar hennar í Hunan-héraðinu þegar óveðrið skall á, en þar ætlaði Chu að fæða barnið. Bylurinn varð hins vegar til þess að gríðarleg umferðarteppa myndaðist í Guangdong-héraðinu.

Hjónin vörðu þremur dögum í nístandi frosti í rútunni. Eiginmaður hennar fór út á hverjum degi og gekk nokkrum sinnum yfir daginn 3,5 km til að ná í mat handa konu sinni.

„Okkur kom aldrei til hugar að við myndum sitja föst á hraðbrautinni í þrjá daga og þrjár nætur. Ég hafði miklar áhyggjur af því að þetta myndi skaða barnið,“ sagði Chu í samtali við blaðið, en hún hafði misst fóstur á síðasta ári. 

Lögreglan kom hjónunum loks til aðstoðar eftir að henni bárust upplýsingar um ástandið á konunni. Sjúkrabíll náði að þræða sig í gegnum umferðarteppuna og voru hjónin flutt á nálægt sjúkrahús þar sem drengurinn kom í heiminn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir