Laug hryðjuverkum upp á tengdasoninn

Dóm­stóll í Svíþjóð hef­ur dæmt karl­mann í þriggja mánaða fang­elsi fyr­ir að bera falsk­ar sak­ir á fyrr­ver­andi tengda­son sinn og segja að hann tengd­ist al-Qa­eda hryðju­verka­sam­tök­un­um.

Maður­inn viður­kenndi að hafa sent tölvu­póst til banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI. Hann sagði hins veg­ar fyr­ir rétti, að hann hefði haldið að Banda­ríkja­menn væru ekki nægi­lega vit­laus­ir til að trúa því sem í póst­in­um stóð. 

Tengda­son­ur­inn var að skilja við dótt­ur manns­ins árið 2006 og ætlaði að ferðast til Banda­ríkj­anna í viðskipta­er­ind­um. Kon­an vildi ekki að maður­inn færi úr landi þar sem hún var veik og vildi að maður­inn hjálpaði til við að gæta barna þeirra.

Þegar maður­inn neitaði að verða við ósk­um kon­unn­ar greip tengdapabbi til sinna ráða og sendi FBI tölvu­póst. Sagði hann að tengda­son­ur sinn hefði tengsl við al-Qa­eda í Svíþjóð og væri á leið til Banda­ríkj­anna til að hitta sam­særis­menn. Gaf hann upp flugnúm­er og ferðatíma.

Þegar tengda­son­ur­inn kom til Flórída var hann hand­tek­inn og yf­ir­heyrður í sól­ar­hring áður en hann var sett­ur um borð í flug­vél og send­ur aft­ur til Evr­ópu.

FBI hafði síðan sam­band við sænsku ör­ygg­is­lög­regl­una Säpo, sem komst að því, að tölvu­póst­ur­inn hafði verið send­ur úr tölvu tengdapabb­ans. 

Tengdafaðir­inn var einnig dæmd­ur til að greiða fyrr­um tengda­syni sín­um jafn­v­irði 600 þúsunda ís­lenskra króna í bæt­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfum þér í öllum önnunum. Taktu þér þann tíma, sem þú þarft, því að flas er ekki til fagnaðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfum þér í öllum önnunum. Taktu þér þann tíma, sem þú þarft, því að flas er ekki til fagnaðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir