Óvenjuleg ferðamennska

Þjóðverjar í sumarfríshugleiðingum munu í sumar loksins geta látið gamlan draum rætast og flogið naktir á áfangastað sinn.

Ferðaskrifstofan Ossiurlaub mun bjóða upp á eina prufuferð til ferðamannastaðarins Usedom við strönd Eystrasaltsins í júlí og mun miðinn kosta 370 evrur, eða um 36.000 krónur, á mann. Þetta er nokkru hærra verð en almennt er greitt fyrir flugfar en ástæðan mun vera smæð flugvélarinnar sem notuð verður.

Ferðafólk mun koma fullklætt inn í flugvélina en afklæðast þegar inn í hana er komið. Flugþjónar og flugmenn verða hins vegar í fötum

Náttúruhyggja, eða líkamsfrelsismenning, eins og hún kallast í Þýskalandi, nýtur enn töluverðra vinsælda þar í landi, einkum í austurhluta þess.

Talsmaður ferðaskrifstofunnar segist ekki vilja að fólk misskilji tilgang ferðarinnar, ekki sé ætlunin að koma fólki saman í háloftunum, heldur sé þarna komið til móts við óskir viðskiptavina. Það var einmitt viðskiptavinur Ossiurlaub sem átti hugmyndina og kom henni á framfæri við ferðaskrifstofuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir