Póstfjall á Fílabeinsströndinni

Það er næg vinna framundan hjá póststarfsmönnum á Fílabeinsströndinni en í norðurhluta landsins hefur uppsafnaður póstur safnast upp í fimm ár og ekki verið sendur til suðurhlutans.

Ástæðuna má rekja til misheppnaðrar valdaránstilraunar árið 2002 en þá var landinu skipt í tvennt. Í norðurhluta landsins var ráðist á pósthús og þau rænd og flýði starfsfólk til suðursins þar sem rólegra var.

Undanfarin fimm ár hefur póstur til fólks í norðurhluta landsins verið flokkaður og geymdur á aðalpósthúsinu í borginni Abidjan.

Nú hafa pósthús í norðurhlutanum verið opnuð og eru bréfalúgur og pósthús yfirfull. Þessu fylgja auðvitað bæði gleðitíðindi og sorgarsögur, en einn viðskiptavinurinn er t.a.m. sagður óhuggandi eftir að hann fékk bréf um að honum hefði verið veitt innganga í Sorbonne háskóla í París, nokkrum árum aður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar