Múrmeldýrið Punxsutawney Phil, sem um langan aldur hefur spáð fyrir um vorkomuna í Pennsylvaníu, skreið úr híði sínu í gærmorgun, sá skuggann sinn og lýsti því yfir að áfram yrði vetrarveður næstu sex vikurnar.
Talið er að hefðin fyrir veðurspá múrmeldýrsins í bænum Punxsutawney kunni að eiga rætur að rekja til kyndilmessunnar í Evrópu, sem er 2. febrúar, sambanber þessa vísu:
Ef í heiði sólin sést
á sjálfa kyndilmessu,
frosta og snjóa máttu mest
maður vænta úr þessu.