Breskir unglingar halda að Churchill sé sögupersóna

Churchill var ekki til, segja breskir unglingar.
Churchill var ekki til, segja breskir unglingar.

Breskir unglingar halda margir, að Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sé sögupersóna en eru jafnframt sannfærðir um, að spæjarinn Sherlock Holmes hafi í raun verið uppi um aldamótin 1900.

Þetta kemur fram í könnun, sem sjónvarpsstöðin UKTV Gold hefur gert á meðal breskra ungmenna undir tvítugu.

Blaðið Daily Mail segir frá þessu. Unglingarnir telja einnig margir, að hjúkrunarkonan  Florence Nightingale, Montgomery marskálkur og indverska frelsishetjan Mahatma Gandhi hafi aldrei verið til.

En unglingarnir telja að skytturnar þrjár, Róbinson Krúsó og  Eleanor Rigby hafi í raun lifað. 

Unglingarnir voru spurðir að því hvert þeir sæktu söguþekkingu sína. Langflestir sögðust aldrei lesa sagnfræðibækur en fengju upplýsingar sínar úr kvikmyndum og sjónvarpi.

Tíu sögupersónur sem breskir unglingar töldu hafa verið uppi:

Artúr konungur
Sherlock Holmes
Hrói höttur
Elanor Rigby
Mona Lisa
Dick Turpin
James Bigglesworth
Skytturnar þrjár
Lafði Godiva
Róbínson Krúsó.

Tíu sögulegar persónur sem unglingar telja að séu sögupersónur:

Ríkarður ljónshjarta
Winston Churchill
Florence Nightingale
Montgomery marskálkur
Boadicea drottning
Sir Walter Raleigh
Hertoginn af Wellington
Kleópatra
Gandhi
Charles Dickens.

Frétt Daily Mail

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir