Vill borga krökkum fyrir að læra heima

Bæj­ar­stjóri í bæn­um Noblejas á Spáni hef­ur áhyggj­ur af því hve mörg börn hætta ung í skóla og vill borga þeim til þess að hvetja þau til að læra.

Agust­in Ji­menez ætl­ar að mæla með því við bæj­ar­stjórn, að börn fái borgaða eina evru eða um 95 krón­ur fyr­ir hvern klukku­tíma sem þau eyða í lest­ur á bóka­safn­inu.

Sam­kvæmt ný­legri rann­sókn á veg­um Europe­an Comm­issi­on hætta 31% nem­enda fyrr í skóla á Spáni.  Spænsk­ir nem­end­ur voru einnig með verstu út­kom­una í lestr­arkunn­áttu, en 21% fimmtán ára gamla ung­linga áttu í erfiðleik­um með lest­ur. 

Í Noblejas búa um 4000 manns og hætta börn í skóla um 15-16 ára ald­ur og seg­ir bæj­ar­stjór­inn flesta ekki halda áfram skóla­göngu eft­ir það.  

„Krakk­ar eru að missa ag­ann til lest­urs og til að stoppa það þá verðum við að umb­una þeim til þess að hvetja þau til að læra heima," sagði Ji­menez.

Upp­ástung­an hef­ur vakið mis­mun­andi viðbrögð hjá for­eldr­um sem sum­ir segja að börn­in muni aðeins fara á bóka­safnið til þess að fá pen­ing­inn og ekki til þess að læra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þær hugmyndir sem þú færð í dag geta bætt fjárhag þinn og orðstýr. Hugsanir þínar koma jafnvel þér á óvart. Byrjaðu að undirbúa þig undir komandi átök.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þær hugmyndir sem þú færð í dag geta bætt fjárhag þinn og orðstýr. Hugsanir þínar koma jafnvel þér á óvart. Byrjaðu að undirbúa þig undir komandi átök.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver