Vill kenna innflytjendum að standa í biðröðum

Ráðherra samfélagsmála í bresku ríkisstjórninni, Hazel Blears, telur að veita eigi innflytjendum upplýsingar strax og þeir koma til Bretlands um hvernig þeir eigi að hegða sér. Til að mynda að ekki þyki æskilegt að fólk hræki á götum úti og hvernig biðraðamenning Breta sé.

Eins telur hún nauðsynlegt að kenna þeim að það þyki ekki góður siður að spila tónlist hátt og henda rusli annars staðar en í til þess gerð ílát. Jafnframt eigi ekki að snerta fólk án þess að fá heimild til þess. 

Vill Blears að sveitarfélög taki saman upplýsingapakka um helstu siðvenjur í bresku samfélagi sem innflytjendur fá afhentan við komuna til landsins.

„Það er eðlilegt að við krefjumst þess af innflytjendum að þeir hegði sér í samræmi við þær reglur sem gilda í landinu," sagði Blears í viðtali við BBC.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir