Andsetnir nemendur í Úganda

Yfir hundrað nemendur í skóla í Úganda voru andsetnir, að því er kemur fram í ríkisreknu úgönsku dagblaði.  Dagblaðið New Vision segir frá því að skólastjóri í barnaskóla í vestur-Úganda hafi lýst atviki þar eins og árás illra anda á börnin, sem urðu móðursjúk og létu öllum illum látum.

„Ástandið var slæmt og um hundrað nemendur trylltust.  Þau eltu kennara og aðra nemendur, hentu í þá steinum, og skelltu hurðum og gluggum," sagði skólastjóri skólans.

Skólastjórinn sagði svipað atvik hafa átt sér stað í fyrra og sagði kennara vera í öngum sínum yfir ástandinu.  Þeir hafi reynt að fullvissa foreldra um að í lagi væri að senda börnin í skólann og að sérstakar bænir hafi verið sagðar fyrir nemendurna.

Fram kemur í blaðinu að í fyrra voru fjórir íbúar í héraðinu handteknir fyrir að leggja álög á skólann.  Galdratrú er mjög algeng á sumum svæðum Úganda, sér í lagi á landsvæðum þar sem fólk er mjög trúað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir