Dauðarefsing fyrir að drekka áfengi

Frá Teheran höfuðborg Írans.
Frá Teheran höfuðborg Írans. MORTEZA NIKOUBAZL

Íranskur maður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að drekka áfengi sem er stranglega bannað í Íran.

Mohsen sem er 22 ára var dæmdur til hengingar eftir að hafa verið fundinn sekur um að drekka áfengi fjórum sinnum. 

Dómarinn Jalil Jalili sagði í dómnum að samkvæmt grein 179 í refsilögum íslam mun sá sem drekkur áfengi tvisvar og er refsað fyrir seinna skiptið, fá dauðarefsingu fyrir þriðja skiptið.  Hæstiréttur í landinu þarf að staðfesta dóminn áður en hann er framkvæmdur.

Mohsen hafði þrisvar verið refsað fyrir áfengisdrykkju með stuttu millibili.  Hann lýsti iðrun sinni í bréfi en dómararnir tóku það ekki til athugunar.

Vanaleg refsing fyrir að drekka áfengi einu sinni eru áttatíu svipuhögg, samkvæmt refsilögum Írans sem eru byggð á lögum íslam.

Áfengisneysla hefur verið ólögleg síðan í íslömsku byltingunni árið 1979.  Aukning hefur verið á dauðarefsingum í Íran en engin nýleg fordæmi eru um dauðarefsingu fyrir neyslu á áfengi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir