„Skoraði" í hálfleik

Ísraelsmenn skoruðu ekki mark þegar þeir léku við Svía í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu fyrir nokkrum árum. Einum ísraelska leikmanninum tókst þó að skora í miðjum leiknum með öðrum hætti.

Sænska blaðið Expressen segir í dag frá bók, sem Shaul Eisenberg, fyrrum talsmaður ísraelska knattspyrnusambandsins, hefur skrifað og segir markmið sitt að fletta hulunni af „skítnum í boltanum."

Hann segir m.a. frá Felix Halfons, sem var um tíma bakvörður í landsliði Ísraels. Árið 1993 léku Ísraelsmenn gegn Svíum á Råsunda leikvellinum og voru undir 0:2 í hálfleik.

Á ganginum á leiðinni inn í búningsherbergið í hléinu hitti Halfon sænska konu og þeim leist svo vel hvort á annað að þau brugðu sér inn í skáp og höfðu kynmök, að sögn Eisenbergs.

Expressen hefur eftir Halfon að þetta hafi ekki verið mikið mál. „Ég var alltaf með smokk í sokknum," segir hann.

Ísraelsmenn töpuðu leiknum 5:0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar