Smokkar með félagsmerki

Þýska knattspyrnufélagið St. Pauli, sem er frá Hamborg, hefur farið óvenjulega leið til fjáröflunar en nú geta stuðningsmenn þess keypt smokka með merki félagsins.

Tildrögin eru þau að nýr styrktaraðili St. Pauli er atkvæðamikill framleiðandi á erótískum varningi en félagið er einmitt með bækistöðvar sínar í hinu alræmda "gleðihverfi" Hamborgar og heimavöllurinn er steinsnar frá þekktustu götunni þar, Reeperbahn.

Smokkarnir sem nú eru til sölu eru fagurrauðir og merktir St. Pauli og vonast er til þess að stuðningsmennirnir taki vel við sér og kaupi þá í stórum stíl.

St. Pauli er "litla liðið" í Hamborg og stendur þar í skugga stórliðsins Hamburger SV. Liðið er í 12. sæti í 2. deild, næstefstu deildinni, en hefur stöku sinnum náð að komast eitt og eitt tímabil í efstu deild. Hvort nýjasti söluvarningurinn hjálpi liðinu að komast þangað á ný verður framtíðin að leiða í ljós.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka