Þegar lögreglan í St. Augustine í Flórída stöðvaði 46 ára gamla konu sem ók á rauðu ljósi sá hún að bjórkassi í bíl konunnar var vandlega spenntur í öryggisbelti. Það var hins vegar ekki barnið í aftursætinu sem var 16 mánaða gamalt.
Konan, sem ekki gat gefið neina skýringu á því hvers vegna bjórinn væri í öryggisbelti en ekki barnið, var handtekin. Hún var ekki með ökuskírteini og neitaði að gangast undir áfengispróf.